Unnur Ólafsdóttir Föstudagur, 2. júlí 2021 Unnur Ólafsdóttir fæddist á Akranesi 28. desember 1960. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 23. júní 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Jónsson, smiður á Kaðalsstöðum, f. 24.2. 1918, d. 22.7. 1998, og Þórunn Eiríksdóttir húsfreyja, f. 20.1. 1928, d. 29.12. 2003. Systur Unnar eru Sigrún Ólafsdóttir, f. 8.3. 1950, og Björk Ólafsdóttir, f. 21.12. 1965. 28.9. 1986 giftist Unnur Guðmundi Kristni Guðmundssyni rafvirkja, f. 13.1. 1961. Foreldrar hans eru Guðmundur Kristinn Erlendsson ráðherrabílstjóri, f. 3.3. 1932, d. 24.10. 2007, og Sigursteina Margrét Jónsdóttir verslunarkona, f. 5.5. 1936. Unnur og Guðmundur hófu búskap saman í Reykjavík árið 1980 en fluttust í Borgarnes árið 1981 og bjuggu þar uns þau fluttust að Kaðalsstöðum og tóku þar við búrekstri árið 1993. Árið 2007 fluttust þau að Miðhúsum í Strandabyggð.