Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að ógnir við öryggi Afgana séu mun fjölþættari en einungis yfirtaka talíbana þar í landi. Miklir þurrkar séu í landinu og yfirvofandi Covid-bylgja geri þörfina á mannúðaraðstoð brýna.