Á að halda Ólympíuleika? Thomas Bach, forseti alþjóðaólýmpíunefndarinnar, hefur áhyggjur af því að íþróttamenn séu of pólitískir og skemmi fyrir öðrum láti þeir skoðanir sínar í ljós. AFP Böðvar Páll Ásgeirsson Þegar Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan árið 2020 var frestað um heilt ár „út af dálitlu“ var vonast til að leikarnir myndu marka hátíð þess að heimsbyggðin yrði laus við vágestinn sem bar að garði í byrjun árs í fyrra. Sú von varð enn líklegri til að verða að veruleika í lok ársins þegar bólusetningar við kórónuveirunni hófust.