Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-Max deild karla í kvöld. KR hafði betur gegn KA og Víkingur sigraði Skagamenn með vítaspyrnu í uppbótartíma.
KA tók á móti KR á Dalvíkurvelli í kvöld. Þar höfðu KR-ingar betur og unnu 1-2 sigur þrátt fyrir að hafa verið manni færri nánast allan leikinn.
Kristján Flóki Finnbogason fékk tvö gul spjöld á tveimur mínútum og var sendur í sturtu eftir aðeins rúmar 20 mínútur. Það virtist þó ekki hafa áhrif á KR-inga sem komust yfir á 41. mínútu með marki frá Kjartani Henry Finnbogasyni.