Sparar slit á þjóðvegum landsins Keilir kom nýr til landsins árið 2019 og er eina olíuskipið í íslenska flotanum. Það flytur að jafnaði olíu og bensín til átta byggðakjarna vítt og breitt um landið og sparar þannig gífurlegt slit á vegunum. mbl.is/sisi
Sigtryggur Sigtryggsson
Í íslenska flotanum er aðeins eitt olíuskip, Keilir. Skipið kom til landsins í febrúar 2019 og hefur síðan siglt á hafnir landsins með olíu og bensín. Keilir tekur 750 þúsund lítra í hverri ferð og því er óhætt að segja að hann hafi sparað mikið slit á þjóðvegum landsins á þeim tíma sem hann hefur þjónað Íslendingum. Ef Keilis nyti ekki við hefði þurft að flytja alla olíu með olíubílum.