DV
Kamala Harris sver embættiseið. Mynd:EPA
Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt
Embætti varaforseta Bandaríkjanna er oft frekar rólegt, fá verkefni og varaforsetinn er oft innmúraður flokksmaður með takmarkaðan metnað. En með Kamala Harris, sem er varaforseti Joe Biden, er staðan allt önnur. Hún er metnaðarfull og tekur þátt í mörgum verkefnum en hins vegar nýtur hún ekki mikilla vinsælda.
Meðal verkefna hennar er að draga úr straumi innflytjenda og flóttamanna frá öðrum Ameríkuríkjum til Bandaríkjanna og helst eins fljótt og hægt er. Hún á að stýra endurbótum á kosningalöggjöfinni sem tryggir minnihlutahópum kosningarétt en minnihlutahópar eru mikilvægir stuðningshópar Demókrata. Repúblikanar í mörgum ríkjum hafa að undanförnu þrengt að kosningarétti þessara hópa og gert þeim erfitt fyrir með að kjósa en því ætla Demókratar að breyta.