Endurheimt votlendis á Snæfellsnesi vekur athygli Sameinuðu þjóðanna
Hnausar og Hamraendar eru fallegar jarðir við sjó á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Ljósmynd/Landgræðslan
Unnur Freyja Víðisdóttir
Endurheimt votlendissvæðanna í landi Hamraenda og Hnausa á sunnanverðu Snæfellsnesi hefur vakið athygli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, segir í tilkynningu frá Landgræðslunni.
Í vor kölluðu Sameinuðu þjóðirnar eftir áhugaverðum og vel heppnuðum endurheimtarverkefnum sem ætlað er að vísa leiðina að því hvernig verkefni er æskilegt að takast á við á nýhöfnum áratugi endurheimtar vistkerfa. Verkefnið sem Landgræðslan sendi inn umsókn fyrir var samþykkt og er þar með komið í alþjóðlegan hóp 50 verkefna sem fylgst verður með til ársins 2030.