Björgvin í öðru sæti og Katrín í sjöunda
Björgvin Karl Guðmundsson er í öðru sæti eins og stendur.
Morgunblaðið/Hari
Tengdar fréttir
Nú þegar þremur þrautum er lokið á heimsleikunum í crossfit hefur Björgvin Karl Guðmundsson komist upp í annað sætið í heildarkeppninni. Katrín Tanja situr þá í sjöunda sæti í kvennaflokki.
Björgvin hafnaði í sjötta sætinu í fyrstu grein dagsins, en í seinni tveimur var hann níundi í mark. Þessi frammistaða nægir honum til þess að vera í öðru sæti í heildarstigakeppninni. Hann er nú með 237 stig í heildina, 30 sléttum á eftir hinum finnska Jonne Koski.